Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 14:09 Gjaldskyldan hefði náð yfir um 1280 stæði, sem eru ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. Rúmlega tvöhundruð starfsmenn höfðu mótmælt ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína. Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína.
Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira