Lífið

„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim.
Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm

Óskar Logi Ágústs­son, söngvari og gítar­leikari hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar að­dá­endur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tón­leika­ferða­lagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst.

Óskar Logi segir frá þessu í Einka­lífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymis­veitum í hlað­varps­formi.

Þar ræðir Óskar barn­æskuna, hvernig það er að vera stór­stjarna í út­löndum en einnig svip­legt frá­fall eldri bróður hans sem hefur haft mikil á­hrif á hann.

Ný­kominn úr tón­leika­ferð um Suður-Ameríku

„Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir að­dá­endur hafa verið gríðar­lega þakk­láta fyrir komu sveitarinnar.

„Það var fólk að bíða eftir okkur á flug­völlum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitt­hvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“

Það er bara þannig?

„Það er bara svo­leiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara ein­hver rauð­haus á Álfta­nesi,“ segir Óskar hlæjandi.

Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar.

Hann segist reka minni til þess þegar að­dá­endur hafi fengið að hitta hljóm­sveitar­með­limi Vinta­ge Caravan að loknum tón­leikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúm­lega 300 manna hópi.

„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tón­leika, að taka myndir og á­ritanir og eitt­hvað,“ segir Óskar.

„Í Mexíkó þá var ein­hver hring­stigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einn­hver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitt­hvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu ein­hverjir tveir jakka­fata­klæddir öryggis­verðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassa­leikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var ný­búinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×