„Væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2023 21:38 Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með sigurinn, en segir að liðið eigi enn eftir að slípa sig saman. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir góðan 15 stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Valsliðið lenti 18 stigum undir í öðrum leikhluta, en snéri taflinu við í seinni hálfleik. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli