The Exorcist: Hrollvekjandi aumingjaskapur Heiðar Sumarliðason skrifar 8. október 2023 11:05 The Exorcist: Believer er komin í kvikmyndahús The Exorcist: Believer er nú komin í kvikmyndahús. Hún er nýjasta viðbótin í tilraun Hollywood til að blása lífi í söguna af andsetinni stúlku. Framhaldsmyndirnar hafa hingað til ekki heppnast vel, því mætti jafnvel spyrja sig: Til hvers yfirhöfuð að sjá þessa mynd, verður það ekki bara meira af því sama? 400 milljónir dollara er ástæðan fyrir því að ég ákvað að sjá hana. Kvikmyndaverið Universal greiddi Morgan Creek Entertainment sem sagt þá upphæð til að tryggja sér réttinn á gerð þriggja nýrra Exorcist mynda. Það mætti því áætla að meira sé lagt upp úr gæðum þessara nýju mynda heldur en áður. Lof mér þó að segja strax að útkoman er einu orði vonlaus. Ein helsta hrollvekja sögunnar Skáldsagan The Exorcist eftir William Peter Blatty kom út árið 1971 og Hollywood-maskínan var ekki lengi að koma henni í hvíta tjaldið en samnefnd kvikmynd kom í bíó tveimur árum eftir útgáfu bókarinnar. Hún sló rækilega í gegn, er réttilega talin klassík og hefur haft áhrif á ótal kvikmyndagerðarfólk. Einnig þykir merkilegt að hún hlaut tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna en hrollvekjur eru ekki þekktar fyrir að fá mikla ást frá Akademíunni. Hún sigraði m.a.s. í flokknum besta handrit byggt á áður útgefnu efni, var tilnefnd sem besta kvikmynd, William Friedkin sem besti leikstjóri og Ellen Burstyn sem besta leikkona. Ellen Burstyn í The Exorcist frá árinu 1973. Það er því við ramman reip að draga þegar kemur að því að feta í þessi fótspor, enda hefur nánast öllum mistekist það. Halloween-gulldrengur David Gordon Green var að þessu sinni ráðinn til að halda utan um stjórnartaumana, en hann gat sér góðs orðs fyrir að koma Halloween myndunum aftur á kjöl árið 2018 (reyndar voru næstu tvær Halloween-myndir hans vonlausar). Universal hafa því ákveðið að veðja á það sem þeir töldu öruggan hest, hann haltrar hins vegar í mark. Það sem virðist einkenna The Exorcist: Believer er hræðsla, þá ekki hræðsla áhorfenda við það sem gerist á tjaldinu (eins og ætti að vera), heldur hræðsla Universal við að tapa milljónunum 400 sem settar voru í kaupin á herlegheitunum. Það er hrollvekjandi hve mikið er hægt að finna fyrir hönd taugastrekktra framleiðenda á öllum ákvörðunum sem skila sér á tjaldið; þeir skjálfa á beinunum. Útkoman er Exorcist-kvikmynd með einhver furðuleg skilaboð um að ólíkir samfélagshópar eigi að vinna saman og lifa í sátt og samlyndi. Ég er hreinlega ekki nógu gáfaður til að átta mig á hvað það hefur með The Exorcist að gera og miðað við dóma erlendra gagnrýnenda virðist ég ekki sá eini. Ansi margar tilraunir hafa verið gerðar til að endurvekja stemninguna úr The Exorcist frá 1973. Handritið sjálft er svo mikill hrærigrautur að halda mætti að Satan sjálfur hafi skrifað það, mögulega í samstarfi við gervigreind. Satan; af því myndin er svo mikil kvöl og pína, gervigreind; af því útkoman er líkt og haugur af ólíkum breytum hafi verið skráðar inn í algrím og tölva spýtt út handriti. Það er talað um að listin snúist um útilokun þess óþarfa, hér er ekkert útilokað og allt tekið inn. List er því tæplega hægt að kalla útkomuna. Það ætti eiginlega að fara fram rannsókn á því hvernig það gerðist að þessi súpa með öllu er á boðstólum. Þvinguð úrvinnsla Myndin byrjar þó sæmilega og er í raun miðlungs drama fyrir hlé. Það er samt eitthvað skakkt við úrvinnsluna. Öll hljóðsetning og klipping er einum of kviklát, líkt og leikstjórinn treysti ekki efninu eða sé að sýna sig. Einnig virka öll átök og árekstrar persóna þvinguð, líkt og skrifað hafi verið inn í algríminn: „Hér eiga að vera átök,“ og hann spýtt út einhverri almennri eftirlíkingu af dramatík. Þetta er þó ekki mikið verra en það sem boðið er upp á í dæmigerðu bandarísku sjónvarpsefni, þannig að ég kippti mér ekki mikið upp við það, annað eins lætur maður yfir sig ganga. Þetta er hrollvekja, það er hrollurinn sem skiptir mestu. Í hléinu hafði ég þó á tilfinningunni að það sem tæki við í síðari hlutanum yrði enn verra og sagði við sessunaut minn: „Ef Green getur ekki haft þessi hversdagslegu drama atriði á standard, hverjar eru líkurnar á að hinn yfirvofandi hrollur verði góður?“ Því var beygur í mér þegar síðari hlutinn hófst og ekki sú tegund beygs sem ég vil finna þegar síðari hluti Exorcist myndar hefst. Það sem tók við var hins vegar verra en mig hafði óraði fyrir. Ég hef nú séð töluvert af hrollvekjum um ævina en sjaldan séð aðra eins súpu af öllu og engu. Þessi klippimynd inngildingar hefur ekkert með hrollvekjulistina að gera og útkoman því algjör flatneskja. Hinn hrollvekjandi aumingjaskapur framleiðendanna að þurfa að geðjast öllum og koma frá sér jákvæðum skilaboðum verður til þess að nýjasta Exorcist særingin endar lífvana í gröfinni. Ég sem taldi alla listamenn vita að þegar gera á öllum til geðs, er engum gert til geðs. Mögulega veit leikstjórinn Green það en var ýtt út í þessa fjarstæðukenndu vitleysu af taugaveikluðum skrifstofublókum með hagfræðigráður. Ég vona það allavega hans vegna. Niðurstaða: Gjörsamlega glórulaus tilraun til að endurvekja anda Særingarmannsins frá 1973. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Framhaldsmyndirnar hafa hingað til ekki heppnast vel, því mætti jafnvel spyrja sig: Til hvers yfirhöfuð að sjá þessa mynd, verður það ekki bara meira af því sama? 400 milljónir dollara er ástæðan fyrir því að ég ákvað að sjá hana. Kvikmyndaverið Universal greiddi Morgan Creek Entertainment sem sagt þá upphæð til að tryggja sér réttinn á gerð þriggja nýrra Exorcist mynda. Það mætti því áætla að meira sé lagt upp úr gæðum þessara nýju mynda heldur en áður. Lof mér þó að segja strax að útkoman er einu orði vonlaus. Ein helsta hrollvekja sögunnar Skáldsagan The Exorcist eftir William Peter Blatty kom út árið 1971 og Hollywood-maskínan var ekki lengi að koma henni í hvíta tjaldið en samnefnd kvikmynd kom í bíó tveimur árum eftir útgáfu bókarinnar. Hún sló rækilega í gegn, er réttilega talin klassík og hefur haft áhrif á ótal kvikmyndagerðarfólk. Einnig þykir merkilegt að hún hlaut tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna en hrollvekjur eru ekki þekktar fyrir að fá mikla ást frá Akademíunni. Hún sigraði m.a.s. í flokknum besta handrit byggt á áður útgefnu efni, var tilnefnd sem besta kvikmynd, William Friedkin sem besti leikstjóri og Ellen Burstyn sem besta leikkona. Ellen Burstyn í The Exorcist frá árinu 1973. Það er því við ramman reip að draga þegar kemur að því að feta í þessi fótspor, enda hefur nánast öllum mistekist það. Halloween-gulldrengur David Gordon Green var að þessu sinni ráðinn til að halda utan um stjórnartaumana, en hann gat sér góðs orðs fyrir að koma Halloween myndunum aftur á kjöl árið 2018 (reyndar voru næstu tvær Halloween-myndir hans vonlausar). Universal hafa því ákveðið að veðja á það sem þeir töldu öruggan hest, hann haltrar hins vegar í mark. Það sem virðist einkenna The Exorcist: Believer er hræðsla, þá ekki hræðsla áhorfenda við það sem gerist á tjaldinu (eins og ætti að vera), heldur hræðsla Universal við að tapa milljónunum 400 sem settar voru í kaupin á herlegheitunum. Það er hrollvekjandi hve mikið er hægt að finna fyrir hönd taugastrekktra framleiðenda á öllum ákvörðunum sem skila sér á tjaldið; þeir skjálfa á beinunum. Útkoman er Exorcist-kvikmynd með einhver furðuleg skilaboð um að ólíkir samfélagshópar eigi að vinna saman og lifa í sátt og samlyndi. Ég er hreinlega ekki nógu gáfaður til að átta mig á hvað það hefur með The Exorcist að gera og miðað við dóma erlendra gagnrýnenda virðist ég ekki sá eini. Ansi margar tilraunir hafa verið gerðar til að endurvekja stemninguna úr The Exorcist frá 1973. Handritið sjálft er svo mikill hrærigrautur að halda mætti að Satan sjálfur hafi skrifað það, mögulega í samstarfi við gervigreind. Satan; af því myndin er svo mikil kvöl og pína, gervigreind; af því útkoman er líkt og haugur af ólíkum breytum hafi verið skráðar inn í algrím og tölva spýtt út handriti. Það er talað um að listin snúist um útilokun þess óþarfa, hér er ekkert útilokað og allt tekið inn. List er því tæplega hægt að kalla útkomuna. Það ætti eiginlega að fara fram rannsókn á því hvernig það gerðist að þessi súpa með öllu er á boðstólum. Þvinguð úrvinnsla Myndin byrjar þó sæmilega og er í raun miðlungs drama fyrir hlé. Það er samt eitthvað skakkt við úrvinnsluna. Öll hljóðsetning og klipping er einum of kviklát, líkt og leikstjórinn treysti ekki efninu eða sé að sýna sig. Einnig virka öll átök og árekstrar persóna þvinguð, líkt og skrifað hafi verið inn í algríminn: „Hér eiga að vera átök,“ og hann spýtt út einhverri almennri eftirlíkingu af dramatík. Þetta er þó ekki mikið verra en það sem boðið er upp á í dæmigerðu bandarísku sjónvarpsefni, þannig að ég kippti mér ekki mikið upp við það, annað eins lætur maður yfir sig ganga. Þetta er hrollvekja, það er hrollurinn sem skiptir mestu. Í hléinu hafði ég þó á tilfinningunni að það sem tæki við í síðari hlutanum yrði enn verra og sagði við sessunaut minn: „Ef Green getur ekki haft þessi hversdagslegu drama atriði á standard, hverjar eru líkurnar á að hinn yfirvofandi hrollur verði góður?“ Því var beygur í mér þegar síðari hlutinn hófst og ekki sú tegund beygs sem ég vil finna þegar síðari hluti Exorcist myndar hefst. Það sem tók við var hins vegar verra en mig hafði óraði fyrir. Ég hef nú séð töluvert af hrollvekjum um ævina en sjaldan séð aðra eins súpu af öllu og engu. Þessi klippimynd inngildingar hefur ekkert með hrollvekjulistina að gera og útkoman því algjör flatneskja. Hinn hrollvekjandi aumingjaskapur framleiðendanna að þurfa að geðjast öllum og koma frá sér jákvæðum skilaboðum verður til þess að nýjasta Exorcist særingin endar lífvana í gröfinni. Ég sem taldi alla listamenn vita að þegar gera á öllum til geðs, er engum gert til geðs. Mögulega veit leikstjórinn Green það en var ýtt út í þessa fjarstæðukenndu vitleysu af taugaveikluðum skrifstofublókum með hagfræðigráður. Ég vona það allavega hans vegna. Niðurstaða: Gjörsamlega glórulaus tilraun til að endurvekja anda Særingarmannsins frá 1973.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira