Sport

Dagskráin í dag: Subway karla og kvenna, NFL og alls konar fótbolti

Hjörvar Ólafsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson skorar á þig að horfa á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í dag. 
Eggert Aron Guðmundsson skorar á þig að horfa á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í dag.  Vísir/Hulda Margrét

Það er stútfull dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag allt frá morgni til kvölds. Það ver alls konar fótbolti á dagskránni, Subway-deild karla og kvenna í körfubolta heldur áfram og NFL er á sínum stað á þessu sunnudagskvöldi. 

Monza og Salernitana leiða saman hesta sína í ítölsku efstu deild karla í fótbolta klukkan 10.20 í dag en leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 12.50 er svo leikur Frosinone og Hellas Verona á Stöð 2 Sport 2 og á sama tíma er viðureign Lazio og Atalanta á Stöð 2 Sport 3.

Rimma Cagliari og Roma er á Stöð 2 Sport klukkan 15.50. 

Gran Canarina og Unicaja etja svo kappi á Stöð 2 Sport 5 klukkan 10.50 og leikur Girona og Real Madrid verður sýndur á sömu stöð klukkan 16.20. 

Hádegisleikur Manchester City og Arsenal er svo á Vodafone Sport klukkan 11.25.

Lokaleikur Bestu deildar karla í fótbolta þar sem Breiðablik og Stjarnan bítast um þriðja sæti deildarinnar verður á Stöð 2 Sport klukkan 13.50. Stúkan hefst svo í kjölfar þess leiks eða klukkan 16.00.

Upphitun fyrir fimmta keppnisdaginn á BLAST Premier hefst svo á ESPORT klukkan 15.30. Mótið í Evrópu hefst svo klukkan 16.00 og í Norður-Ameríku 18.00.

Formúla 1 keppni dagsins í Katar verður svo sýnd á Vodafone Sport klukkan 15.30. 

NFL Red Zone fer svo af stað á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16.45 en leikur Dolphins og Giants verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16.55. Eftir þann leik verður skipt yfir á leik Vikings og Chiefs. 

Keppni á The Ascendant LPGA-mótinu í golfi kvenna er í beinni útsendingu frá klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4.  

Subway deild karla og kvenna í körfubolta heldur áfram í kvöld en leikur nýliða Álftaness og Tindastóls í karlaflokki verður sýndur á Stöð 2 Sport og Grindavíkur og Vals á Stöð 2 Sport 5. Útsending frá báðum leikjum hefst klukkan 19.00.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×