Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:01 Marc er að flytja til Englands á meðan Mary er að flytja frá Englandi. Vísir/Getty Images Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024 Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira