Fótbolti

Glódís Perla og hinar stelpurnar mældar í bak og fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir sést hér á æfingu Bayern í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir sést hér á æfingu Bayern í dag. @fcbfrauen

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og hinar stjörnurnar í liði Bayern Munchen byrjuðu í dag formlega undirbúningstímabilið fyrir 2024-25 tímabilið.

Leikmenn Bayern hafa verið í sumarfríi síðustu vikurnar en síðasti leikur liðsins var 20. maí þegar lokaumferð þýsku deildarinnar fór fram.

Glódís Perla fór reyndar þá beint í landsliðsverkefni en hún komst loksins í sumarfrí eftir sigurleik landsliðsins á móti Austurríki 4. júní síðastliðinn.

Nú eru æfingar byrjaðar á ný hjá Bayern og Bayern stelpurnar voru mældar í bak og fyrir við komuna úr fríinu.

Á miðlum Bæjara má sjá þær í alls konar prófum þar á meðal er mynd af Glódísi Perlu hlaupa með stóra súrefnisgrímu á andlitinu. Forráðamenn Bayern fengu þar örugglega mjög góðar upplýsingar um það í hversu góðu formi íslenska landsliðsfyrirliðinn er.

Það þarf ekki að koma á óvart að hún sé í toppformi enda spilaði hún alla leiki Bayern á síðasta tímabili.

Fyrsti leikurinn hjá Glódísi á nýju tímabili verður þó ekki með Bayern heldur með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið spilar síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2025 12. og 16. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×