Innlent

Arkí­tektúr, kyn­fræðsla barna, lax­eldi og um­mæli Ás­laugar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þeir Logi Einarsson arkitekt og alþingismaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræða uppreisnina gegn nútíma-arkitektúr í Sprengisandi í dag. 

Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur fyrir hönd fjölda foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókar um kyn og kynlíf fyrir yngri börn, mun skiptast á skoðunum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, formann Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Þá munu Friðleifur Egill Guðmundsson formaður náttúruverndarsamtakanna North Atlantic Salmon Fund og Teitur Björn Einarsson alþingismaður skiptast á skoðunum um laxeldi í sjó í kjölfar samstöðufundarins fyrir vernd villta laxastofnsins á Austurvelli í gær.

Loks ræðir Hildur Sverrisdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ummæli Áslaugar Örnu á nýlegum fundi sjávarútvegsins, þar sem hún gerði gys að samráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×