128 ára múmía lögð til hinstu hvílu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2023 14:31 James Murphy, "Stoneman Willie" á útfararstofunni í Reading áður en hann lagði af stað í sína hinstu för í gær. Andrew Caballero-Reynolds/Getty Images Bandarískur vasaþjófur sem lést árið 1895 var loks lagður til hinstu hvílu í gær. Hann hefur verið til sýnis í opinni kistu í 128 ár. Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy. Bandaríkin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy.
Bandaríkin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira