Hvammsvirkjunarklúður Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. október 2023 11:00 Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar