Lífið

Ásta og Bolli setja miðhæðina á sölu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ásta Fjeldsted og Bolli Thoroddsen.
Ásta Fjeldsted og Bolli Thoroddsen. vísir

Ásta Fjeldsted forstjóri Festi og Bolli Thoroddsen eigandi Takanawa hafa sett íbúð sína að Háteigsvegi 16 á sölu.

Greint var frá því fyrr í vikunni að þau Ásta og Bolli hefðu fest kaup á glæsilegu húsivið Fjólugötu, sem áður var í eigu ráðherrans fyrrverandi Álfheiðar Ingadóttur.

Íbúðin sem um ræðir er 178 fermetrar á miðhæð með sérinngangi. Á fasteignavef Vísis segir að íbúðin sé mikið endurnýjuð og einstaklega vel skipulögð, Rut Káradóttir innanhússhönnuður hafi hannað breytingar á hæðinni. Innbyggðum bílskúr og geymslu verið nýlega breytt í um 30 fm stúdíóíbúð. Þá fylgir húsinu stór, gróinn garður, sem snýr vel á móti sól í suður.

Húsið er á besta stað.
Borðstofan.
Málverkin fylgja ekki, þó falleg séu.
Garðurinn góði

Ásta Fjeldsted var á síðasta ári ráðin forstjóri Festi en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar. Bolli hefur átt góðu gengi að fagna í viðskiptalífi Japans en hann er eigandi fyrirtækisins Takanawa sem hefur aðsetur bæði í Reykjavík og Tokyo. 


Tengdar fréttir

Ásta Fjeldsted og Bolli festu kaup á glæsihýsi

Ásta Fjeldsted forstjóri Festi og Bolli Thoroddsen eigandi Takanawa hafa fest kaup á glæsilegu húsi á Fjölugötu 7, sem var áður í eigu fyrrverandi ráðherrans Álfheiði Ingadóttur.

Bæði eitt versta og besta ár lífsins

Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×