Lífið

Kalli í Pelsinum kaupir íbúð Ingós í Greifunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Félag Karls Steingrímssonar festi kaup á íbúð við Kirkuteig 14.
Félag Karls Steingrímssonar festi kaup á íbúð við Kirkuteig 14.

Félag í eigu athafnamannsins Karls Stein­gríms­son­ar, sem er oft kallaður Kalli í Pels­in­um, SK 2009 ehf. festi kaup á 155 fermetra hæð við Kirkjuteig í Laugardal. Eignin seldist á 94,5 milljónir.

Eignin var áður í eigu tónlistarmannsins Ingólfs Sigurðssonar og eiginkonu hans Þórdísar Arnardóttur, Vöruhúsastjóri 1912. 

Ingólfur, eða Ingó, er meðlimur hljómsveitanna: Greifarnir, SSSól og Reiðmenn vindanna.

Húsið var reist árið 1946. Eignin samanstendur af fimm svefnherbergjum, tveimur stofum, sjónvarpsstofu, eldhúsi og tveimur baðherbergjum. 

Auk þess er rishæð með góðu útsýni. Hæðin er að hluta til undir súð og eru því fleiri nýtanlegir fermetrar en skráning segir til um.

Laugardalslaug er í göngufæri sem og í náttúruparadísina í Laugardalnum. 

Íbúðin er með útsýni að Laugarneskirkju.Fasteignaljósmyndun
Húsið var reist árið 1946.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið á efri hæðinni er rúmgott undir súð með hálfum kvisti. Fasteignaljósmyndun
Stofurnar eru samliggjandi, rúmgóðar og bjartar með gluggum í suður og vestur og parketi á gólfi.Fasteignaljósmyndun
Hvít innrétting er í eldhúsi með gluggum í norður og vestur. Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×