Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2023 20:31 Systrunum líður vel í Vestmannaeyjum en verða þó stunduð aðeins pirraðar á hvor annarri. Aðsend Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira