Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:31 Tynice Martin er greinilega mjög öflugur leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. „Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
„Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira