Rúnar Ingi: „Hún er búin að taka út sinn dóm“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. október 2023 21:56 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu þriðja leikinn í röð og skilaði aftur sigri. Ef hann sé með hattinn kemst hann örugglega í stuð. Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Sjá meira
Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti