Sport

Lokasóknin: Óþarfi að banna bræðraplóginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi plógur hjá Eagles er óstöðvandi.
Þessi plógur hjá Eagles er óstöðvandi. vísir/getty

Philadelphia Eagles er búið að vinna alla leiki sína í NFL-deildinni í vetur. Liðið býr yfir öflugu og umdeildu kerfi sem margir vilja banna.

Kerfið er kallað „Tush Push“ eða „Brotherly Shove“ og gengur út á að leikmenn hjálpast að við að ýta manninum með boltann sem lengst áfram.

Ekkert lið framkvæmir þennan bræðraplóg eins vel og Eagles. Svo vel að margir vilja banna að það megi ýta á bakið á mönnum til að ýta þeim áfram.

Það sem vinnur ekki með þeirri röksemd er sú staðreynd að önnur lið eru líka að reyna þetta en gera það ekki eins vel og oft án árangurs.

Strákarnir í Lokasókninni ræddu hvort það væri ástæða til þess að banna kerfið.

Klippa: Lokasóknin: Óstöðvandi kerfi Eagles



Fleiri fréttir

Sjá meira


×