Skildu að borði og sæng fyrir sjö árum Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 14:49 Will og Jada á óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Will vann til verðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki en vakti meiri athygli fyrir að reka grínistanum Chris Rock kinnhest. Sá hafði gert Jödu að andlagi brandara á sviði. Mike Coppola/Getty Images Stórstjörnurnar Will Smith og Jada Pinkett Smith skildu að borði og sæng fyrir sjö árum. Hjónin stefna þó ekki að lögskilnaði. Þetta kemur fram í viðtali Jödu við sjónvarpskonuna Hodu Kotb, sem sýnt verður á NBC í kvöld. Þar ræða þær meðal annars sjálfsævisögu Jödu, Þess virði (e. Worthy), sem kemur senn út. Þar skrifar hún í löngu máli um hjónaband þeirra Wills, en gustað hefur um það um árabil. Í viðtalsbroti sem birt var í dag segir Jada að hjónin hafi ekki búið saman undanfarin ár eftir að hafa skilið að borði og sæng árið 2016. Hún segir að þá hafi þau verið orðin þreytt á því að reyna að halda glóð í sambandinu, þau hafi verið föst í hugarórum sínum um það hvernig hin manneskjan ætti að vera. Þá segist hún hafa íhugað að stíga skrefið til fulls og krefjast lögskilnaðar, en að hún hefði aldrei getið það. „Ég lofaði að það yrði ástæða til þess að við skildum. Við myndum vinna okkur í gegnum hvað sem er. Ég hef ekki geta gengið á bak orða minna. Sambandið oft ratað í blöðin Sem áður segir hefur hjónaband þeirra Jödu og Wills verið róstusamt um árabil. Árið 2020 greindi Jada frá því í spjallþætti sínum að hún hefði átt í ástarsambandi við söngvarann August Alsina. Hún ræddi málið í þaula við eiginmann sinn í sjónvarpssal, og hlaut mikla athygli fyrir. Þá var greint frá því að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum árið 2011. Þá fullyrtu dægurmiðlar vestanhafs að skilnaður væri væntanlegur á allra næstu dögum. Ástin og lífið Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Jödu við sjónvarpskonuna Hodu Kotb, sem sýnt verður á NBC í kvöld. Þar ræða þær meðal annars sjálfsævisögu Jödu, Þess virði (e. Worthy), sem kemur senn út. Þar skrifar hún í löngu máli um hjónaband þeirra Wills, en gustað hefur um það um árabil. Í viðtalsbroti sem birt var í dag segir Jada að hjónin hafi ekki búið saman undanfarin ár eftir að hafa skilið að borði og sæng árið 2016. Hún segir að þá hafi þau verið orðin þreytt á því að reyna að halda glóð í sambandinu, þau hafi verið föst í hugarórum sínum um það hvernig hin manneskjan ætti að vera. Þá segist hún hafa íhugað að stíga skrefið til fulls og krefjast lögskilnaðar, en að hún hefði aldrei getið það. „Ég lofaði að það yrði ástæða til þess að við skildum. Við myndum vinna okkur í gegnum hvað sem er. Ég hef ekki geta gengið á bak orða minna. Sambandið oft ratað í blöðin Sem áður segir hefur hjónaband þeirra Jödu og Wills verið róstusamt um árabil. Árið 2020 greindi Jada frá því í spjallþætti sínum að hún hefði átt í ástarsambandi við söngvarann August Alsina. Hún ræddi málið í þaula við eiginmann sinn í sjónvarpssal, og hlaut mikla athygli fyrir. Þá var greint frá því að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum árið 2011. Þá fullyrtu dægurmiðlar vestanhafs að skilnaður væri væntanlegur á allra næstu dögum.
Ástin og lífið Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira