Sport

Að­dá­endur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stór­frétta frá UFC

Aron Guðmundsson skrifar
Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi
Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi Vísir/Samsett mynd

Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. 

UFC 294 bar­daga­kvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. októ­ber næst­komandi. Aðal­bar­dagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk að­dá­endur UFC til að slefa.

Þar átti Islam Mak­hachev, ríkjandi meistari létt­vigtar deildarinnar að mæta hinum reynslu­mikla Charles Oli­veira í bar­daga sem hefði verið annar bar­daginn á milli þessara kappa. Mak­hachev vann þann fyrri með upp­gjafar­taki í annarri lotu í októ­ber í fyrra.

Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty

Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oli­veira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra auga­brúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni.

Skipu­leggj­endur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan and­stæðing fyrir Islam. And­stæðing sem væri til í að hoppa inn í átt­hyrninginn með einum af helstu hörku­tólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðal­bar­dagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viður­eign Mak­hachev við Oli­veira.

Ástralinn Alexander Volka­novski, ríkjandi meistari fjaður­vigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona á­skorun og fær hann í bar­daganum við Mak­hachev tæki­færi til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bar­daga kappanna.

Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty

Sá fimm lotu bar­dagi fór alla leið í dómara­úr­skurð þar sem Mak­hachev var dæmdur sigur.

En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294

Annar af stærstu bar­dögum kvöldsins átti að vera bar­dagi hins ó­sigraða Khamzat Chima­ev, sem komið hefur eins og storm­sveipur inn í UFC, við Brasilíu­manninn Pau­lo Costa.

Khamzat er einn af mest spennandi bar­daga­mönnum UFC um þessar mundir og í Pau­lo Costa hefði hann mætt afar verðugum and­stæðingi sem hefur að­eins tapað tveimur bar­dögum á sínum ferli í UFC.

Hins vegar meiddist Pau­lo Costa, líkt og Charles Oli­veira, í að­draganda bar­dagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í oln­boga. Hann var lagður inn á sjúkra­hús og undir­gekkst þar skurð­að­gerð.

Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty

Nígeríska mar­tröðin reynir að slökkva í Khamzat

Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum and­stæðingi fyrir Khamzat skilaði niður­stöðu sem æsir upp í að­dá­endum.

Nígeríska mar­tröðin Kamaru Us­man, fyrrum meistari velti­vigtar­deildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átt­hyrninginn og mæta Khamzat.

Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty

Us­man var á sínum tíma á fimm­tán bar­daga sigur­göngu, hafði varið meistara­belti velti­vigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tví­gang tapað titil­bar­daga við Bretann Leon Edwards.

Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri á­skorun í búrinu í Khamzat Chima­ev en að­dá­endur UFC geta ekki beðið eftir bar­daga­kvöldinu.

Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×