Formúla 1

Ecc­lestone játaði sök í skatt­svika­máli í dóms­sal í morgun

Aron Guðmundsson skrifar
Bernie Eccleston, fyrrum eigandi Formúlu 1, hefur játað sök í skattsvikamáli sem höfðað var gegn honum
Bernie Eccleston, fyrrum eigandi Formúlu 1, hefur játað sök í skattsvikamáli sem höfðað var gegn honum Vísir/Getty

Bernie Ecclestone, fyrrum eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur játað sök í skattsvika máli sem höfðað var gegn honum eftir að upp komst að hann hefði haldið 400 milljónum punda leyndum fyrir breskum stjórnvöldum í sjóði í Singapúr. 

Það er Sky News sem greinir frá málavendingunum nú í morgun en hinn 93 ára gamli Eccleston hafði áður neitað sök í málinu og átti að mæta í dómssal í næsta mánuði. Hann mun þurfa að greiða um 652 milljónir punda vegna skattsvikanna. 

Eccleston mætti hins vegar nokkuð óvænt fyrir dómara núna í morgun, ásamt eiginkonu sinni, þar sem að hann játaði sök í málinu.

Saksóknarar segja Ecclestone hafa komið með villandi og beinlíns rangar staðhæfingar er hann var yfirheyrður af þar til bærum rannsóknaraðilum málsins á fundi þeirra í júlí árið 2015. 

Þar greindi Ecclestone aðeins frá einum sjóði í hans eigi þar sem að hann geymdi fjármunum sem ætlaðir voru dætrum hans. 

Aðspurður hvort hann ætti fjármuni í öðrum sjóðum svaraði Ecclestone þeirri spurningu neitandi þrátt fyrir þær 400 milljónir punda sem hann átti í sjóði í Singapúr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×