„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira