Helgu hrökkkex
Innihaldsefni:
- 100 gr. sólblómafræ
- 70 gr. graskersfræ
- 30 gr. hampfræ
- 30 gr. hörfræ
- 30 gr. chia fræ
- 2 matskeiðar husk
- 180 ml. vatn
- Klífa af sjávarsalti
- 2 matskeiðar næringager (má sleppa)

Aðferð:
- Allt sett saman í skál og hrært saman.
- Látið standa í tuttugu mínútur og hitið ofninn í 150 gráður.
- Best er að setja bökunarpappír yfir og undir deigið og rúlla því þunnt út. Þar næst skal setja pappírinn með útrúllaða deiginu beint á bökunarplötuna. (Sniðugt að skera deigið í bita með pítsaskera áður en það fer inn í ofn.
- Bakið við 150 gráður í blástursofni í klukkustund eða þar til hrökkkexið er orðið gyllt og stökkt.
„Ljúffengt og gott kex fyrir alla fjölskylduna,“ segir Helga Gabríela.



Helga deilir iðulega einföldum og hollum uppskriftum á samfélagsmiðli sínum.
Hér að neðan má sjá uppskrift að hollum klöttum sem hún bakaði með syni sínum, Mána, síðastliðinn sunnudag.