Saka Samgöngustofu um matarsóun og vanvirðingu við hænur Árni Sæberg skrifar 13. október 2023 14:26 Valgerður Árnadóttir er ekki ánægð með Eggert Egg. Samgöngustofa/Stöð 2/Arnar Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir nýja markaðsherferð Samgöngustofu vanhugsaða. Hún stuðli að matarsóun og sé vanvirðing við hænur. Stofnunin sendi völdum samfélagsmiðlastjörnum eggjabakka og hvatti þær til þess að brjóta eggin. Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“ Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“
Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira