Fótbolti

Tugir leik­manna grunaðir um brot á veð­mála­reglum

Aron Guðmundsson skrifar
Sandro Tonali mætti á dögunum í landsliðsverkefni með ítalska landsliðinu. Skömmu seinna var hann yfirheyrður af lögreglu og hélt síðan heim úr verkefninu
Sandro Tonali mætti á dögunum í landsliðsverkefni með ítalska landsliðinu. Skömmu seinna var hann yfirheyrður af lögreglu og hélt síðan heim úr verkefninu Vísir/Getty

Tugir leikmanna í ítölsku úrvalsdeildinni gætu verið flæktir í nýjasta skandallinn er skekur deildina sökum gruns um að leikmenn hafi brotið veðmálareglur. 

Nicoló Fagioli, leikmaður Juventus, Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, og Nicolo Zaniolo, leikmaður Aston Villa, sæta nú rannsóknar lögreglu á Ítalíu. Þeir tveir síðastnefndu voru yfirheyrðir af lögreglu í í yfirstandandi landsliðsverkefni og voru í kjölfarið sendir heim úr ítalska landsliðshópnum.

Í dag greindu ítalskir miðlar svo frá því að að Nicola Zalewski, leikmaður Roma, væri fjórði leikmaðurinn sem væri grunaðir um brot á umræddum veðmálareglum.  

Nú greinir AP fréttaveitan frá því, og hefur meðal annars eftir ítölskum miðlum að tugir leikmanna til viðbótar gætu tengst rannsókn lögreglu á málinu og því virðast öll kurl ekki vera komin til grafar. 

Þar á meðal er einn af liðsfélögum Fagiolo hjá Juventus sagður vera undir smásjá lögreglu. 

Tonali skipti yfir til Newcastle United á Englandi frá AC Milan fyrir yfirstandandi tímabil. Zaniolo er á láni hjá Aston Villa frá tyrkneska félaginu Galatasaray á meðan að Fagioli er áfram hjá Juventus. 

Lögreglan á Ítalíu hefur gert fartölvur og farsíma þremenninganna upptæka í þágu rannsóknar málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×