Börn en ekki pólitík Ragnar Schram skrifar 13. október 2023 16:00 Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Góðverk Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar