Vel loðinn og vel liðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2023 21:01 Trausti er afar vel liðinn meðal nemenda Fossvogsskóla en hann mætir alla miðvikudaga og föstudaga í skólann. Vísir/Arnar Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína. Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga. Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga.
Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira