Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2023 21:38 Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur og prestur, og Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður, voru tveir af upphafsmönnum Drekktu betur. Stöð 2 Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg. Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg.
Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira