Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 21:37 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. „Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“ FH Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“
FH Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira