„Hann var eins og pabbi og besti vinur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2023 07:00 Zlatan ásamt unnustu sinni. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“ Ítalski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“
Ítalski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira