England vann leikinn, 30-24, og tryggði sér með því sæti í undanúrslitum HM sem fer fram í Frakklandi.
Óeirðir í stúkunni á Stade Velodrome í Marseille settu þó svartan blett á sigur Englands.
Það vakti talsverða athygli að sumir ólátabelgjanna voru klæddir eins Napóleon Frakklandskeisari eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
Unsavoury scenes at Stade Velodrome as several England fans are removed for fighting.#RWC2023 #ENGvFIJ pic.twitter.com/ouuLhq7Ps0
— The Good, The Bad & The Rugby (@GoodBadRugby) October 15, 2023
Nokkrir enskir stuðningsmanna voru fjærlægðir úr stúkunni og verða væntanlega hvergi sjáanlegir þegar England mætir Suður-Afríku í undanúrslitum HM á laugardaginn.
Þessi lið mættust í úrslitaleik HM fyrir fjórum árum. Þar höfðu Suður-Afríkumenn betur, 32-12.