Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 09:10 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan og að minnsta kosti 245 milljónir þurfa neyðaraðstoð. AP/Sam Mednick Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl. Súdan Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl.
Súdan Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent