Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 13:26 Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur sem er búsett á Íslandi, segir að pólska samfélagið hafi verið virkjað til þátttöku í pólsku þingkosningunum í gær. Henni er létt yfir því að nú sé íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti í þrengri stöðu en áður en flokkurinn hefur vegið að mannréttindum síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2015. Það sem situr hvað mest í Suszko er þegar ríkisstjórnin herti lög um meðgöngurof en það hafi orðið til þess að stefna lífi vinkvenna hennar í hættu. Vísir/Getty/aðsend Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“ Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila