Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 15:37 Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Vísir/Vilhelm Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent