Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2023 21:00 Gunnhildur Þórunn með hluta af verðlaunagripunum, sem hún gerði fyrir Dag sauðkindarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. „Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
„Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira