Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2023 21:00 Gunnhildur Þórunn með hluta af verðlaunagripunum, sem hún gerði fyrir Dag sauðkindarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. „Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira