Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður var 76 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.
Lögreglan á Suðurlandi er enn með tildrög slyssins til rannsóknar. Í tilkynningu frá lögreglu fyrir helgi kom fram að slysið hafi orðið við notkun buggybíls á Skógaheiði, norðan við Skógafoss. Sigurður hafi verið úrskuðaður látinn á slysstað.