Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór fagnar því að vera orðinn markahæsti leikmaður í sögu Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40