Hagvöxtur töluvert minni næstu ár og stýrivaxtahækkunum lokið Árni Sæberg skrifar 17. október 2023 09:04 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er hagfræðingur hjá Landsbankanum. landsbankinn Í nýútgefinni hagspá Landsbankans til ársins 2026 segir að hátt vaxtastig hafi tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og að útlit sé fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Í spánni segir að eftir að hafa ofhitnað í kjölfar covid-19 faraldursins hafi hægt á hagkerfinu og ljóst að hagvöxtur verður töluvert minni í ár en í fyrra. „Við teljum að Seðlabankinn hækki vexti ekki meira í bili en sjáum ekki fram á að vextir fari að lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að stýrivextir verði komnir niður í 4,25% í lok árs 2026,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Peningalegt aðhald farið að gera vart við sig Hagfræðideildi spáir því að hagvöxtur verði 3,1 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Á síðustu mánuðum hafi áhrif aukins peningalegs aðhalds gert vart við sig víða í hagkerfinu. Deildin telur að hátt vaxtastig haldi áfram að halda aftur af einkaneyslu á næstunni. Horfur séu á að áhrifin komi skýrar fram í atvinnulífinu á næstu mánuðum, fjármunamyndun aukist aðeins lítillega í ár og atvinnuleysi mjakist hægt og rólega upp á við á næstu tveimur árum. Hagkerfið hafi rétt hratt úr kútnum á síðasta ári og hagvöxtur mælst 7,2 prósent. Hann hafi verið drifinn áfram af ört vaxandi ferðaþjónustu, einkaneyslu og fjárfestingu, en einnig mjög mikilli fólksfjölgun. Það hafi verið fyrirséð að kröftugur hagvöxtur síðasta árs væri tímabundinn, enda ætti hagkerfið inni viðsnúning eftir áfallið sem fylgdi faraldrinum. Ferðaþjónustan náð vopnum sínum fljótt Eftirspurn í hagkerfinu hafi komist fljótt á skrið þegar takmarkanir voru afnumdar. Ferðaþjónustan náð vopnum sínum á tiltölulega stuttum tíma og spenna á vinnumarkaði hafi kallað á stóraukinn aðflutning erlends starfsfólks. Sögulega lágt vaxtastig í faraldrinum samhliða litlu aðhaldi í ríkisfjármálum, hafi hleypt innlendri eftirspurn líka hratt af stað. Hagkerfið hafi ofhitnað og landsmenn fengið verðbólguna í fangið. Auk þess að vera innflutt hafi verðbólgan í fyrstu verið drifin áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem hafi raunar farið að gera vart við sig í miðjum faraldrinum, þegar aðgengi að lánsfé var aukið til muna. Verðbólgan hafi svo með tímanum orðið almennari og reynst erfið viðureignar. Baráttan verði sársaukafyllri Þá segir að stýrivextir hafi verið hækkaðir um 8,5 prósentustig á tæplega tveimur og hálfu ári og standi nú í 9,25 prósent. Hækkandi vaxtastig hafi kælt húsnæðismarkaðinn fljótt og loks virðist vera farið að hægja á umsvifum víðar í hagkerfinu. Horfur séu þó á að baráttan við verðbólguna verði eilítið sársaukafyllri en hagfræðideildin taldi áður, það er að til þess að vinna bug á verðbólgunni þurfi að hægja meira á efnahagsumsvifum. Helstu niðurstöður hagspár hagfræðideildar Landsbankans: Hagvöxtur verður 3,1% í ár og 2,1% á næsta ári, samkvæmt spánni. Hann tekur hægt við sér árin á eftir og verður 2,3% árið 2025 og 2,6% árið 2026. Verðbólga hjaðnar smám saman en verður enn að meðaltali 5,3% á næsta ári og 4,3% árið 2025. Við búumst ekki við að verðbólga komist niður í markmið Seðlabankans á spátímanum. Stýrivextir hafa náð hámarki í bili, samkvæmt spánni, en fara ekki lækkandi fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að þeir verði enn 4,25% í lok spátímabilsins. Horfur eru á að krónan styrkist á spátímabilinu, að evran fari úr því að kosta 144 krónur í lok þessa árs niður í 138 krónur í lok árs 2026. Við búumst við að einkaneysla aukist mun minna í ár og næstu ár en í fyrra eða um 2,0% í ár og um 1,9% á næsta ári. Einkaneysla eykst svo smám saman meira með lækkandi vaxtastigi og auknum kaupmætti. Atvinnuleysi mjakast upp á við eftir því sem hægir á efnahagsumsvifum. Við spáum 3,2% atvinnuleysi í ár, 3,9% á næsta ári, 4,4% árið 2025 og 4,1% árið 2026. Kaupmáttur launa eykst aðeins örlítið í ár, um 0,6%, en meira á árunum á eftir, um 2,4% á næsta ári og 2,6% árið 2025. Vísitala íbúðaverðs verður að meðaltali 5,0% hærri í ár en í fyrra, samkvæmt spánni, og 2,0% hærri á næsta ári en í ár. Markaðurinn kemst svo smám saman aftur á skrið þegar vaxtastigið fer lækkandi og við gerum ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 6,1% árið 2025 og 7,4% árið 2026. Íbúðafjárfesting dregst áfram saman, samkvæmt spánni, um 5% í ár og 3% á næsta ári, áður en hún tekur að aukast aftur árin á eftir. Spáin gerir ráð fyrir hægum vexti atvinnuvegafjárfestingar, að hún aukist um 3% í ár og um 3,4% á næsta ári. Útflutningur verður 6,8% meiri í ár en í fyrra, drifinn áfram af fjölgun ferðamanna í upphafi ársins og eykst svo um 4,2% á næsta ári. Innflutningur eykst mun minna í ár en í fyrra, um 2,8% og 3,5% árið 2024. Við spáum því að 2,2 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins í ár. Þeim fjölgi svo lítillega næstu ár, verði 2,3 milljónir á næsta ári, 2,4 milljónir árið 2025 og 2,5 árið 2026. Eftir halla síðustu ára gerum við ráð fyrir lítillegum viðskiptaafgangi öll ár spátímans. Við sjáum fram á aukinn afgang af þjónustuviðskiptum og aukinn halla af vöruviðskiptum. Efnahagsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Hagspá Landsbankans kynnt Landsbankinn hefur gefið út hagspá til ársins 2026. Í tilefni af því er morgunfundur haldinn í Hörpu í dag, þar sem spáin er kynnt. 17. október 2023 08:39 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í spánni segir að eftir að hafa ofhitnað í kjölfar covid-19 faraldursins hafi hægt á hagkerfinu og ljóst að hagvöxtur verður töluvert minni í ár en í fyrra. „Við teljum að Seðlabankinn hækki vexti ekki meira í bili en sjáum ekki fram á að vextir fari að lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að stýrivextir verði komnir niður í 4,25% í lok árs 2026,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Peningalegt aðhald farið að gera vart við sig Hagfræðideildi spáir því að hagvöxtur verði 3,1 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Á síðustu mánuðum hafi áhrif aukins peningalegs aðhalds gert vart við sig víða í hagkerfinu. Deildin telur að hátt vaxtastig haldi áfram að halda aftur af einkaneyslu á næstunni. Horfur séu á að áhrifin komi skýrar fram í atvinnulífinu á næstu mánuðum, fjármunamyndun aukist aðeins lítillega í ár og atvinnuleysi mjakist hægt og rólega upp á við á næstu tveimur árum. Hagkerfið hafi rétt hratt úr kútnum á síðasta ári og hagvöxtur mælst 7,2 prósent. Hann hafi verið drifinn áfram af ört vaxandi ferðaþjónustu, einkaneyslu og fjárfestingu, en einnig mjög mikilli fólksfjölgun. Það hafi verið fyrirséð að kröftugur hagvöxtur síðasta árs væri tímabundinn, enda ætti hagkerfið inni viðsnúning eftir áfallið sem fylgdi faraldrinum. Ferðaþjónustan náð vopnum sínum fljótt Eftirspurn í hagkerfinu hafi komist fljótt á skrið þegar takmarkanir voru afnumdar. Ferðaþjónustan náð vopnum sínum á tiltölulega stuttum tíma og spenna á vinnumarkaði hafi kallað á stóraukinn aðflutning erlends starfsfólks. Sögulega lágt vaxtastig í faraldrinum samhliða litlu aðhaldi í ríkisfjármálum, hafi hleypt innlendri eftirspurn líka hratt af stað. Hagkerfið hafi ofhitnað og landsmenn fengið verðbólguna í fangið. Auk þess að vera innflutt hafi verðbólgan í fyrstu verið drifin áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem hafi raunar farið að gera vart við sig í miðjum faraldrinum, þegar aðgengi að lánsfé var aukið til muna. Verðbólgan hafi svo með tímanum orðið almennari og reynst erfið viðureignar. Baráttan verði sársaukafyllri Þá segir að stýrivextir hafi verið hækkaðir um 8,5 prósentustig á tæplega tveimur og hálfu ári og standi nú í 9,25 prósent. Hækkandi vaxtastig hafi kælt húsnæðismarkaðinn fljótt og loks virðist vera farið að hægja á umsvifum víðar í hagkerfinu. Horfur séu þó á að baráttan við verðbólguna verði eilítið sársaukafyllri en hagfræðideildin taldi áður, það er að til þess að vinna bug á verðbólgunni þurfi að hægja meira á efnahagsumsvifum. Helstu niðurstöður hagspár hagfræðideildar Landsbankans: Hagvöxtur verður 3,1% í ár og 2,1% á næsta ári, samkvæmt spánni. Hann tekur hægt við sér árin á eftir og verður 2,3% árið 2025 og 2,6% árið 2026. Verðbólga hjaðnar smám saman en verður enn að meðaltali 5,3% á næsta ári og 4,3% árið 2025. Við búumst ekki við að verðbólga komist niður í markmið Seðlabankans á spátímanum. Stýrivextir hafa náð hámarki í bili, samkvæmt spánni, en fara ekki lækkandi fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að þeir verði enn 4,25% í lok spátímabilsins. Horfur eru á að krónan styrkist á spátímabilinu, að evran fari úr því að kosta 144 krónur í lok þessa árs niður í 138 krónur í lok árs 2026. Við búumst við að einkaneysla aukist mun minna í ár og næstu ár en í fyrra eða um 2,0% í ár og um 1,9% á næsta ári. Einkaneysla eykst svo smám saman meira með lækkandi vaxtastigi og auknum kaupmætti. Atvinnuleysi mjakast upp á við eftir því sem hægir á efnahagsumsvifum. Við spáum 3,2% atvinnuleysi í ár, 3,9% á næsta ári, 4,4% árið 2025 og 4,1% árið 2026. Kaupmáttur launa eykst aðeins örlítið í ár, um 0,6%, en meira á árunum á eftir, um 2,4% á næsta ári og 2,6% árið 2025. Vísitala íbúðaverðs verður að meðaltali 5,0% hærri í ár en í fyrra, samkvæmt spánni, og 2,0% hærri á næsta ári en í ár. Markaðurinn kemst svo smám saman aftur á skrið þegar vaxtastigið fer lækkandi og við gerum ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 6,1% árið 2025 og 7,4% árið 2026. Íbúðafjárfesting dregst áfram saman, samkvæmt spánni, um 5% í ár og 3% á næsta ári, áður en hún tekur að aukast aftur árin á eftir. Spáin gerir ráð fyrir hægum vexti atvinnuvegafjárfestingar, að hún aukist um 3% í ár og um 3,4% á næsta ári. Útflutningur verður 6,8% meiri í ár en í fyrra, drifinn áfram af fjölgun ferðamanna í upphafi ársins og eykst svo um 4,2% á næsta ári. Innflutningur eykst mun minna í ár en í fyrra, um 2,8% og 3,5% árið 2024. Við spáum því að 2,2 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins í ár. Þeim fjölgi svo lítillega næstu ár, verði 2,3 milljónir á næsta ári, 2,4 milljónir árið 2025 og 2,5 árið 2026. Eftir halla síðustu ára gerum við ráð fyrir lítillegum viðskiptaafgangi öll ár spátímans. Við sjáum fram á aukinn afgang af þjónustuviðskiptum og aukinn halla af vöruviðskiptum.
Efnahagsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Hagspá Landsbankans kynnt Landsbankinn hefur gefið út hagspá til ársins 2026. Í tilefni af því er morgunfundur haldinn í Hörpu í dag, þar sem spáin er kynnt. 17. október 2023 08:39 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bein útsending: Hagspá Landsbankans kynnt Landsbankinn hefur gefið út hagspá til ársins 2026. Í tilefni af því er morgunfundur haldinn í Hörpu í dag, þar sem spáin er kynnt. 17. október 2023 08:39