„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. október 2023 07:01 Bassi Maraj er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“ Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Lífið gjörbreyttist hjá Bassa þegar hann samþykkti að vera með í einum þætti af Æði. Nú eru seríurnar orðnar fimm og hefur Bassi verið í öllum þáttum. Í Einkalífinu ræðir Bassi um ferilinn, að koma út úr skápnum, ást sína á eldri borgurum og hundum, að leita stöðugt í grínið, óþægilega athygli, föðurmissinn og fleira. Hér má sjá viðtalið við Bassa í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Bassi Maraj „Þér mun líða betur, þú ert hommi“ „Ég hef eiginlega alltaf verið frekar mikill karakter, ég er alveg hommatrúður. Ég pæli líka voðalega lítið í því hvað öðrum finnst, stundum of lítið. En það er alveg mjög frelsandi.“ Bassi kom út úr skápnum á unglingsaldri, fyrir tæpum áratugi síðan. „Ég var ógeðslega gay alltaf en ég vissi það aldrei. Ég hélt að ég væri bara gagnkynhneigður maður. Svo hef ég alltaf verið með mjög skræka rödd, ég var eins og Mikki mús þegar ég var barn.“ Bassi segir að mamma hans hafi vitað það langt á undan honum að hann væri hinsegin. „Það endaði á því að mamma mín varð semí reið. Hún sagði bara: „Segðu mér það bara. Þér mun líða betur. Þú ert hommi!“ Og hún byrjaði að segja fólki það áður en að ég sagði fólki. Það var alveg mjög næs. Svo sagði ég henni það og hún bara: Ég vissi það! Ég var ekkert í mikilli flækju með þetta. Það var mjög þægilegt að koma út.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Í hettupeysu á ströndinni Bassi er óhræddur við að vera hann sjálfur og segist lítið hafa lent í því að verða fyrir aðkasti hér heima fyrir kynhneigð sína. Það sé þó öðruvísi þegar hann er á ferðalagi, þar þori hann ekki að taka neina sénsa. „Í útlöndum er ég a straight man. Ég er bara í hettupeysu á ströndinni og það er enginn að fara að abbast upp á mig. Ég er ekki að fara að fá sýru í andlitið út af því að ég er hommi.“ View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þegar Bassi hefur verið á ferðalagi með Æði vinum sínum Patreki Jaime (Patta) og Binna Glee líti hann sjálfur alltaf mest út fyrir að vera gagnkynhneigður. Hann hafi þó stundum áhyggjur af vinum sínum. „Ég er alltaf bara: Patti þú getur ekkert verið að fara svona út! Þá verður þú bara drepinn! Ég vil bara ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi.“
Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01