Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Glæný könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til starfa ríkisstjórnarinnar sýnir að óánægja eykst lítið eitt. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57