Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 16:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01