„Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:42 Teitur telur Þór ekki tala af háum hóli þegar hann saki Reykvíkinga um sóðaskap, Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu sem þurftu að loka sinni eigin grendarstöð vegna sóðaskaps. vísir/vilhelm Erjum Seltirninga og Reykvíkinga hvað varðar sorphirðu virðist hvergi nærri lokið. Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Teitur Atlason, sem er virkur í athugasemdum um skipulags- og umhverfismál í Vesturbæ Reykjavíkur, gefur ekki mikið fyrir málflutning Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra Seltjarnarness. Teitur segir Þór gera stólpagrín að Reykvíkingum með því að segja þá sóða með sínar aumu grenndarstöðvar. Teitur leggur út af þessari frétt Vísis frá í morgun. Teitur vitnar í orð Þórs sem segir: „Þú átt við grenndarstöðina frábæru við JL húsið sem er stórkostleg og aldrei tæmd, þar sem er gámahrúga“. Teitur hefur látið sig sorphirðumál borgarinnar varða og stóð í ströngu við umrædda grenndarstöð í sumar þegar hann í félagi við annan mann tók til hendinni. Umgengni við stöðuna var slík að Teiti ofbauð. Ummæli Þórs fara öfugt í Teit sem lætur Þór heyra það á ekta vesturbæísku, ef svo má að orði komast: „Seltirningar eru mestu subbur á höfuðborgarsvæðinu. Kunna ekki að flokka og líta á ruslamál sem eitthverja vinstri vitleysu. Það var stór grenndarstöð sem var á Eiðistorgi en henni var lokað vegna slæmrar umgengni,“ segir Teitur. Hann leggur fyrir tvö atriði í þessu samhengi: a) Seltirningar kunna ekki á grenndargáma (sem er svolítið spes) b) Bæjarstjórn Seltjarnarness brást við þessu með því að loka grenndarstöðinni á Eiðistorgi og færðu vandamálið til Reykjavíkur. „Svo rífur þessi dragbítur bara kjaft,“ segir Teitur og vill meina að „sveiattan“ hafi verið sagt af minna tilefni. Teitur er ekki einn um að furða sig á orðum bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Gylfi Magnússon hagfræðingur veltir þessu fyrir sér í færslu sem segir: „Ef þið þarna í Reykjavík komið ykkur ekki upp betri grenndargámum þá hættum við bara að nota þá!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorphirða Tengdar fréttir Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43 Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. 27. júlí 2023 17:43
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26. júlí 2023 22:51
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“