Fótbolti

Guð­laugur Victor skoraði í stóru tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með íslenska liðinu.
Guðlaugur Victor í leik með íslenska liðinu. Vísir/Hulda Margrét

Belgíska knattspyrnufélagið Eupen tapaði 4-1 á útivelli gegn Royale Union í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum og skoraði eina mark þeirra.

Guðlaugur Victor stóð vaktina í miðri fimm manna vörn gestanna á meðan Alfreð Finnbogason var á varamannabekknum. Heimamenn í Royale Union gengu svo gott sem frá leiknum með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Alfreð kom inn af bekknum eftir rúman klukkutíma en skömmu síðar komust heimamenn 3-0 yfir. Á 81. mínútu minnkaði Guðlaugur Victor muninn með góðum skalla eftir hornspyrnu sem var tekin stutt. Aðeins mínútu síðar kláruðu heimamenn leikinn hins vegar endanlega, lokatölur 4-1.

Eupen er í 12. sæti með 10 stig eftir 11 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×