Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 13:20 Dómur Landsréttar féll í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins. Dómsmál Skotvopn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins.
Dómsmál Skotvopn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira