Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 13:20 Dómur Landsréttar féll í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins. Dómsmál Skotvopn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Sjá meira
Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins.
Dómsmál Skotvopn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Sjá meira