Lífið

Marg­verð­launuð kántrí­stjarna á Ís­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kacey Musgraves skoðaði íslenska náttúru.
Kacey Musgraves skoðaði íslenska náttúru. Instagram

Kántrístjarnan Kacey Musgraves er stödd á Íslandi þessa stundina.

Musgraves er gríðarlega vinsæl og hlaut meðal annars fern Grammy-verðlaun árið 2019. Síðast gaf hún út plötuna Star-Crossed árið 2021 og hélt á tónleikaferðalag árið eftir. Í ár framleiddi hún sjónvarpsþættina My Kind of Country með leikkonunni Reese Witherspoon.

Hún hefur verið dugleg að deila myndum af ferðalaginu á Instagram og birti meðal annars skemmtilegt myndband af sér, þar sem hún heimsótti Bláa lónið í gulri viðvörun.

Fyrr í dag birti hún mynd af norðurljósunum og sagðist þakklát fyrir að hafa loksins séð ljósin í allri sinni dýrð.

„Við völdum greinilega ótrúlega stormasama viku til að heimsækja Reykjavík. Mig hefur alltaf dreymt að sjá norðurljósin þannig að ég varð vonsvikin. Síðasta kvöld ferðarinnar keyrðum við nokkra klukkutíma út fyrir borgina og á miðnætti fundum við loks stað þar sem aðeins birti til og við sáum norðurljós. Með það varð ég ánægð. En einn daginn verð ég að sjá þau í allri sinni dýrð.“

Musgraves var ánægð með norðurljósin.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×