Ráðist á átta ára dreng á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 14:21 Málið er komið á borð lögreglu. Vísir Ráðist var á átta ára dreng við róluvöll á Selfossi í gær. Málið er komið á borð lögreglu. Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira