Lífið

Thomas Frank hrifinn af ís­lenskum úti­vistar­fatnaði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frank fagnar á hliðarlínunni í Öxi-jakkanum frá 66°Norður.
Frank fagnar á hliðarlínunni í Öxi-jakkanum frá 66°Norður. Getty

Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er augljóslega hrifinn af íslenskri fatahönnun frá 66°Norður. Hann klæddist jakkanum Öxi frá merkinu á hliðarlínunni í gær þar sem hann stýrði knattspyrnuliðinu Brentford gegn Burnley í Lundúnum.

Brentford fór með 3-0 sigur af hólmi gegn Jóhann Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í gær. Frank klæddist jakkanum meðan hann hrósaði sigri á hliðarlínuni. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frank klæðist fatnaði frá framleiðandanum. Frank hefur áður klæðst OK-jakkanum og Dyngja-vestinu frá merkinu á knattspyrnuleikjum Brentford. Þá hefur hann klæðst fatnaði frá 66°Norður í myndaþætti fyrir danska tímaritið Euroman.

Íslensk hönnun klæðir Frank vel. Euroman





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.