Körfubolti

Flest eftir bókinni í fyrstu um­ferð VÍS-bikarins

Siggeir Ævarsson skrifar
Tóti Túrbó skoraði 26 stig fyrir Stólana í auðveldum sigri á ÍR
Tóti Túrbó skoraði 26 stig fyrir Stólana í auðveldum sigri á ÍR Vísir/Hulda Margrét

Sex leikir voru á dagskrá í 32-liða úrslitum VÍS-bikarins í kvöld og má segja að úrslitin hafi verið nokkurn veginn eftir bókinni.

Stjarnan tók á móti Þór í fyrsta leik dagsins og jafnframt þeim eina þar sem úrvalsdeildarlið mættust. Stjarnan fór með sigur af hólmi í hörkuleik en nánar var fjallað um þann leik á Vísi fyrr í dag.

Einn leikur fór fram kvennamegin og þar fór úrvalsdeildarlið Njarðvíkur frekar létt með KR sem leikur í 1. deild, lokatölur í Vesturbænum 55-86. Njarðvíkingar nýttu tækifærið og rúlluðu vel á sínu liði þar sem allir leikmenn sem voru í hóp komu við sögu og enginn spilaði undir tíu mínútum.

Í hinum fjórum leikjunum karlamegin var aðeins boðið upp á spennu í einum leik þar sem KR B, sem leikur í 2. deild, var hársbreidd frá því að slá út lið Ármanns sem leikur í 1. deild. Lokatölur 94-96 en KR-ingar fengu gullinn séns til að stela sigrinum en þriggjastiga skot Ellerts Arnarssonar geigaði á lokasekúndunum.

Grindvíska stórskyttan Þorsteinn Finnbogason skilaði 13 stigum fyrir KR B á aðeins níu mínútum. 3/5 í þristum og ljóst að Þorsteinn hefur engu gleymtVÍSIR/BÁRA

Úrvalsdeildarlið Hauka, Hattar og Tindastóll fóru öll létt í gegnum sínar viðureignir en liðin mættu sóttu öll 1. deildarlið heim í kvöld. Snæfellingar áttu sérstaklega erfitt uppdráttar gegn Hetti og töpuðu leiknum með 53 stiga mun og skoruðu aðeins 54 stig.

Úrslit kvöldsins:

VÍS bikar karla – 32 liða úrslit

Þór Akureyri - Haukar 77-105

Snæfell - Höttur 54-107

KR - Ármann 94-96

ÍR - Tindastóll 64-94

VÍS bikar kvenna – 32 liða úrslit

KR - Njarðvík 55-86




Fleiri fréttir

Sjá meira


×