Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:00 Albert Guðmundsson í leik með Genoa liðinu á þessu tímabili. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð að skora þrjú mörk á einu tímabili í Seríu A. Getty/Simone Arveda Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur. Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér. Ítalski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sjá meira
Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sjá meira