Lífið

Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Jón Ólafsson, til vinstri, ætlaði að þjóna til borðs á nýjum veitingastað Haraldar Þorleifssonar, til hægri, á meðan verkfalli kvenna og kvára fer fram. Hann getur það ekki.
Jón Ólafsson, til vinstri, ætlaði að þjóna til borðs á nýjum veitingastað Haraldar Þorleifssonar, til hægri, á meðan verkfalli kvenna og kvára fer fram. Hann getur það ekki.

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hefur afboðað sig í vinnu á veitingastaðnum Önnu Jónu á morgun. Eigandi veitingastaðarins Haraldur Þorleifsson hafði fengið nokkra karlmenn til að þjóna á staðnum á meðan verkfall kvenna og kvára fer fram. Með því að fá karlmenn til starfa væri hægt að halda staðnum opnum.

Jón hafði boðað komu sína en tilkynnti svo á Facebook fyrir stuttu að það hafi svo komið á daginn að hann þurfi að sinna börnum sínum.

„Enda margra barna faðir eins og alkunna er. Eftir á að hyggja var þessi hugmynd ekkert endilega alveg eins frábær og man ætlaði,“ segir Jón, á Facebook, og að hann hafi tilkynnt Haraldi um þessa breytingu.

Uppbókað er á staðinn á morgun en þeir karlmenn sem hafa boðað komu sína á veitingastaðinn Önnu Jónu á morgun eru þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.