„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 07:31 Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“ MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira