„Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2023 07:31 Ásta Fanney segir að hún hafi algjörlega misst tökin þegar hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Vísir/Einar Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi í febrúar árið 2020 breytist margt. Á meðan að sóttvarnaraðgerðir voru hvað harðastar máttu börn til að mynda ekki sækja íþróttaæfingar. Það reyndist erfitt fyrir marga. Ásta Fanney Hreiðarsdóttir er ein þeirra en hún var sextán ára þegar faraldurinn skall á. Þá hafði hún æft fótbolta í mörg ár og var með drauma um að ná langt. „Það var allt rosalega einangrað í samfélaginu. Maður var mikið heima og var ekki að hitta neina og var ekki að fara á æfingar.“ Klippa: Glímdi við íþróttaátröskun Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Henni fannst mikilvægt að reyna að æfa sjálf heima. „Þetta byrjaði aðallega á því að ég var að reyna að halda mér í formi fyrir fótboltann og var að finna einhverjar leiðir og leitaði kannski að fara í hollara mataræði og eitthvað svoleiðis. Svo kannski fór maður aðeins of geyst í það og fór að taka út ákveðnar fæðutegundir sem að eru bara rosalega mikilvægar fyrir mann.“ Hún segist fljótt hafa farið að missa tökin. „Svo var ég alltaf bara að taka út meira og meira þangað til að það var í rauninni ekkert eftir. Á mínum versta stað var ég komin niður í skál af grískri jógúrt með kannski smá kannski granóla yfir heilan dag og tók kannski æfingu á hjólinu hérna heima um morguninn.“ Ásta Fanney segist fyrst og fremst hafa verið að reyna að passa upp á mataræðið til að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Ásta grenntist hratt, varð þreytt, orkulaus og ólík sjálfri sér. „Þetta var bara komið á þann stað ef það var ekki einhver að fylgjast með mér að ég myndi setja upp í mig matinn og kyngja honum þá var ég ekki að borða matinn.“ Örfáum mánuðum síðar eða í júlí var hún orðin það veik að leggja þurfti hana inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna átröskunar. „Þegar ég er lögð inn þá er mér sagt að þú hafðir tvo daga í viðbót þangað til að hjartað hefði bara gefið sig. Líkaminn var farinn að brenna hjartavöðvanum af því hann hafði ekkert annað til að brenna í rauninni.“ Hún segir sorglegt að hugsa til þess núna á hve slæmum stað hún var á þessum tíma. „Maður var bara við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi og var bara ekki að borða. Það er rosalega sorglegt að hugsa til þess.“ Misstu tökin í faraldrinum Reglulega eru börn lögð inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna átröskunar. Í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport var sagt frá því að þeim hafi fjölgað í Covid. „Það varð aukning hjá okkur og í Evrópu á átröskunartilfellum og við kannski tengjum það því að krakkar fengu fjarprógram og þau eru með eitthvað í höndunum sem þau ráða svo ekki við og fóru kannski einhver í ofþjálfun,“ segir Tinna Guðjónsdóttir teymisstjóri átröskunar á BUGL. Tinna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum með átröskun og fjölskyldum þeirra. Vísir/Einar Börnin verði oft mjög veik á stuttum tíma. „Sérstaða með íþróttaátröskun þá eru þetta krakkar sem að fara í einhvers konar átak. Missa mikla þyngd á skömmum tíma og bara verða veik. Þau bara missa hausinn.“ Ásta var í níu mánuði í meðferð á spítalanum. Hún heldur að keppnisskapið verið hluti af því hversu hratt hún veiktist. „Ef ég ætla mér eitthvað þá stend ég við það og ég svona hætti ekki fyrr en ég næ því. Þannig þetta var einhvern veginn ef ég ákvað ég ætla ekki að borða hvítt brauð þá borða ég ekki hvítt brauð.“ Tinna segir að börnin sem að leiti til þeirra séu allt niður í ellefu ára gömul. Mikilvægt sé að þeir sem séu í kringum börn hugi að því hvernig þeir tali. „Það þarf svo lítið. Það þarf bara lítið komment frá þjálfara. Ef þú vilt hlaupa hraðar þá þarftu aðeins að létta þig. Svona smá hvatning sem fer kannski illa í suma og þá taka þau málin kannski í sínar hendur.“ Þá þurfi foreldrar að vera vakandi. „Þetta er sjúkdómur sem að getur falið sig mikið af því krakkar segja bara ég er ekki svöng eða svangur og eins og samfélagið er núna það eru svo margir sem að borða í sitthvoru lagi. Allir í fjölskyldunni. Einhver í símum tölvum. Þannig það er ekki góð þróun.“ Þakklát þeim sem leituðu hjálpar fyrir hana Ásta fór aftur í fótboltann eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu og var mjög opin með veikindin. Hún segir að sér hafi verið mætt af miklum skilningi. Í dag er hún hins vegar í pásu frá fótboltanum. Ásta Fanney æfði með Fram eftir að hún fór aftur í fótboltann en er núna í pásu. Vísir/Arnar Hún segist vera á góðum stað í dag og líða vel. Þá er hún þakklát fjölskyldu og vinum sem leituðu hjálpar þegar þau áttuðu sig á stöðunni. „Þessi hjálp sem ég fékk og gæti ekki verið þakklátari fyrir bjargaði lífi mínu.“ Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi í febrúar árið 2020 breytist margt. Á meðan að sóttvarnaraðgerðir voru hvað harðastar máttu börn til að mynda ekki sækja íþróttaæfingar. Það reyndist erfitt fyrir marga. Ásta Fanney Hreiðarsdóttir er ein þeirra en hún var sextán ára þegar faraldurinn skall á. Þá hafði hún æft fótbolta í mörg ár og var með drauma um að ná langt. „Það var allt rosalega einangrað í samfélaginu. Maður var mikið heima og var ekki að hitta neina og var ekki að fara á æfingar.“ Klippa: Glímdi við íþróttaátröskun Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Henni fannst mikilvægt að reyna að æfa sjálf heima. „Þetta byrjaði aðallega á því að ég var að reyna að halda mér í formi fyrir fótboltann og var að finna einhverjar leiðir og leitaði kannski að fara í hollara mataræði og eitthvað svoleiðis. Svo kannski fór maður aðeins of geyst í það og fór að taka út ákveðnar fæðutegundir sem að eru bara rosalega mikilvægar fyrir mann.“ Hún segist fljótt hafa farið að missa tökin. „Svo var ég alltaf bara að taka út meira og meira þangað til að það var í rauninni ekkert eftir. Á mínum versta stað var ég komin niður í skál af grískri jógúrt með kannski smá kannski granóla yfir heilan dag og tók kannski æfingu á hjólinu hérna heima um morguninn.“ Ásta Fanney segist fyrst og fremst hafa verið að reyna að passa upp á mataræðið til að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Ásta grenntist hratt, varð þreytt, orkulaus og ólík sjálfri sér. „Þetta var bara komið á þann stað ef það var ekki einhver að fylgjast með mér að ég myndi setja upp í mig matinn og kyngja honum þá var ég ekki að borða matinn.“ Örfáum mánuðum síðar eða í júlí var hún orðin það veik að leggja þurfti hana inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna átröskunar. „Þegar ég er lögð inn þá er mér sagt að þú hafðir tvo daga í viðbót þangað til að hjartað hefði bara gefið sig. Líkaminn var farinn að brenna hjartavöðvanum af því hann hafði ekkert annað til að brenna í rauninni.“ Hún segir sorglegt að hugsa til þess núna á hve slæmum stað hún var á þessum tíma. „Maður var bara við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi og var bara ekki að borða. Það er rosalega sorglegt að hugsa til þess.“ Misstu tökin í faraldrinum Reglulega eru börn lögð inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna átröskunar. Í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport var sagt frá því að þeim hafi fjölgað í Covid. „Það varð aukning hjá okkur og í Evrópu á átröskunartilfellum og við kannski tengjum það því að krakkar fengu fjarprógram og þau eru með eitthvað í höndunum sem þau ráða svo ekki við og fóru kannski einhver í ofþjálfun,“ segir Tinna Guðjónsdóttir teymisstjóri átröskunar á BUGL. Tinna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum með átröskun og fjölskyldum þeirra. Vísir/Einar Börnin verði oft mjög veik á stuttum tíma. „Sérstaða með íþróttaátröskun þá eru þetta krakkar sem að fara í einhvers konar átak. Missa mikla þyngd á skömmum tíma og bara verða veik. Þau bara missa hausinn.“ Ásta var í níu mánuði í meðferð á spítalanum. Hún heldur að keppnisskapið verið hluti af því hversu hratt hún veiktist. „Ef ég ætla mér eitthvað þá stend ég við það og ég svona hætti ekki fyrr en ég næ því. Þannig þetta var einhvern veginn ef ég ákvað ég ætla ekki að borða hvítt brauð þá borða ég ekki hvítt brauð.“ Tinna segir að börnin sem að leiti til þeirra séu allt niður í ellefu ára gömul. Mikilvægt sé að þeir sem séu í kringum börn hugi að því hvernig þeir tali. „Það þarf svo lítið. Það þarf bara lítið komment frá þjálfara. Ef þú vilt hlaupa hraðar þá þarftu aðeins að létta þig. Svona smá hvatning sem fer kannski illa í suma og þá taka þau málin kannski í sínar hendur.“ Þá þurfi foreldrar að vera vakandi. „Þetta er sjúkdómur sem að getur falið sig mikið af því krakkar segja bara ég er ekki svöng eða svangur og eins og samfélagið er núna það eru svo margir sem að borða í sitthvoru lagi. Allir í fjölskyldunni. Einhver í símum tölvum. Þannig það er ekki góð þróun.“ Þakklát þeim sem leituðu hjálpar fyrir hana Ásta fór aftur í fótboltann eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu og var mjög opin með veikindin. Hún segir að sér hafi verið mætt af miklum skilningi. Í dag er hún hins vegar í pásu frá fótboltanum. Ásta Fanney æfði með Fram eftir að hún fór aftur í fótboltann en er núna í pásu. Vísir/Arnar Hún segist vera á góðum stað í dag og líða vel. Þá er hún þakklát fjölskyldu og vinum sem leituðu hjálpar þegar þau áttuðu sig á stöðunni. „Þessi hjálp sem ég fékk og gæti ekki verið þakklátari fyrir bjargaði lífi mínu.“
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. 23. október 2023 08:00
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00